Há vatnsstaða er í ám og lækjum vegna vætusamrar tíðar á vestanverðu landinu. Spáð er rigningu einkum vestan til á landinu í dag og á sunnanverðu hálendinu svo gera má ráð fyrir áframhaldandi hárri vatnshæð. Ferðafólk er hvatt til sýna sérstaka aðgát við vatnsföll og vöð.
Þessar aðstæður auka líkur á grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.