Katrín furðar sig á tækifærismennsku

Katrín Jakopsdóttir.
Katrín Jakopsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á ákvarðanatöku vegna Covid-19.

„Ég furða mig satt best að segja á því ef stjórnmálamenn ætla að notfæra sér faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir okkar til pólitískrar tækifærismennsku,“ segir hún í samtali í Morgunblaðinu í dag.

„Það eru mörg dæmi í heiminum um stjórnmálamenn sem þykjast hafa öll svör um faraldurinn á reiðum höndum. Við erum ekki í þeim hópi.“

Katrín mótmælir ekki ábendingum Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors, sem fram hafa komið í blaðagreinum síðustu daga, en telur að nýjar tölur um smit gefi tilefni til bjartsýni um árangurinn af sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda, þó hún taki jafnframt fram að of snemmt sé að slá neinu föstu um það. Í þessum efnum séu ótal erfiðar spurningar og þeim verði ekki svarað með hagfræðiúttekt eingöngu. Því fari fjarri að hagsmunir ferðaþjónustunnar hafi verið í fyrirrúmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka