82,5% kennara eru konur

Alls starfa 8.600 manns í grunnskólum landsins.
Alls starfa 8.600 manns í grunnskólum landsins. mbl.is/Hari

Haustið 2019 störfuðu 8.600 starfsmenn í grunnskólum á Íslandi í 7.644 stöðugildum. Þar af störfuðu 5.458 starfsmenn við kennslu. Af þeim eru 4.504 konur (82,5%) og 954 karlar. Flestir grunnskólakennarar eru á fimmtugsaldri eða rúm 30%. Tæp 15% eru á sjötugsaldri og rúm 6% á þrítugsaldri.

Kennurum án kennsluréttinda fjölgaði um 152 frá síðastliðnu skólaári að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Hlutfall réttindalausra kennara er hæst á Vestfjörðum eða 28%.

Nemendum með erlent móðurmál í grunnskólum landsins heldur áfram að fjölga og eru þeir nú 5.343 talsins samanborið við 4.859 árið á undan.

Veturinn 2017-2018 voru vikulegar kennslustundir í grunnskólum til sérkennslu og stuðnings alls 56.372 talsins en 13.432 grunnskólanemar nutu sérkennslu og stuðnings á Íslandi það skólaár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert