„Excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu“

Samherji birti í gær myndband með ásökunum á hendur Helga …
Samherji birti í gær myndband með ásökunum á hendur Helga Seljan. mbl.is/Sigurður Bogi

Verðlagsstofa skiptaverðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana útgerðarfélagsins Samherja á hendur Helga Seljan um að Helgi hafi, árið 2012, falsað gögn sem hann notaði í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja á gjaldeyrislögum. Gögnin komu frá Verðlagsstofu eins og stofnunin staðfestir nú, en ekki var unnin sérstök skýrsla. 

Í tilkynningu Verðlagsstofu segir meðal annars:

Vegna opinberrrar umræðu síðustu daga um aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs að umfjöllun um meðalverð á karfa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012 er rétt að fram komi að Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi nefndinni vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd.

Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni. 

Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert