Hljóð gerir Akureyringum lífið leitt

Það sem sum­ir eru farn­ir að kalla Ak­ur­eyr­ar­són­inn, drauga- og/​eða geim­veru­hljóð hef­ur gert íbú­um á Ak­ur­eyri lífið leitt und­an­farið.

Þor­vald­ur Bjarni Þor­valds­son tón­list­armaður hef­ur vakið at­hygli á hljóðinu á Face­book, en RÚV fjall­ar einnig um málið. 

Þor­vald­ur seg­ir hljóðið hafa verið sér­stak­lega há­vært um kl. 5:30 í gær­morg­un, en það hafi raskað svefnfriði margra und­an­farn­ar næt­ur. Full­yrðir hann raun­ar að hljóðið hafi hangið yfir bæn­um öðru hverju síðan hið minnsta 2014.

Það var svo í gær­kvöldi sem Þor­vald­ur náði loks góðri hljóðupp­töku af hljóðinu og deildi á Face­book við mynd­skeið af Ávaxta­körf­unni, sem sjá má hér að neðan.

Fullyrðir Þorvaldur raunar að hljóðið hafi hangið yfir bænum öðru …
Full­yrðir Þor­vald­ur raun­ar að hljóðið hafi hangið yfir bæn­um öðru hverju síðan hið minnsta 2014.

Lík­lega eðli­leg skýr­ing á hljóðinu

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Aðal­steinn Júlí­us­son, varðstjóri hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri, að eng­ar til­kynn­ing­ar hafi borist lög­reglu vegna máls­ins. Hon­um þykir lík­leg­asta skýr­ing­in að hljóðið komi frá blás­ur­um í Vaðlaheiðargöng­um sem fara af stað þegar meng­un í göng­un­um er mik­il. „Ég er nán­ast viss um að það eru eng­ar geim­ver­ur hérna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert