Níu útfærslur Þórólfs

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir legg­ur fram níu út­færsl­ur að aðgerðum á landa­mær­um vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins í minn­is­blaði sem hann af­henti Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra í gær.

„Að mínu mati er nú svo komið að við stönd­um frammi fyr­ir ýms­um mögu­leik­um á sótt­varnaaðgerðum bæði á landa­mær­um og inn­an­lands sem miða að því að lág­marka áhætt­una á því að hér brjót­ist út al­var­leg­ur far­ald­ur af völd­um COVID-19,“ skrif­ar Þórólf­ur í minn­is­blaðinu.

Hann seg­ir aðgerðirn­ar mis­mun­andi íþyngj­andi fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag og efna­hag og því blasi við að hans mati að stjórn­völd verði að grípa til þeirra aðgerða sem að þeirra mati valdi sem minnst­um sam­fé­lags­leg­um skaða að teknu til­liti til fjölda þátta er varða sótt­varn­ir, lýðheilsu al­mennt og sam­fé­lags­leg áhrif, skrif­ar Þórólf­ur sem teikn­ar upp níu mögu­leg­ar út­færsl­ur á landa­mær­un­um.

Hann bend­ir á að aðgerðirn­ar miði að því að minnka áhætt­una á því að kór­ónu­veir­an ber­ist hingað til lands en eng­in aðgerð komi al­ger­lega í veg fyr­ir að það geti gerst. 

„Áhrifa­rík­asta leiðin til að koma í veg fyr­ir að veir­an ber­ist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landa­mær­um, krefja þá um sótt­kví í 4-6 daga og skima þá aft­ur að þeim tíma liðnum,“ skrif­ar Þórólf­ur en aðferðinni er nán­ar lýst í lið 5 hér að neðan:

Hug­mynd­ir sótt­varna­lækn­is um landa­mær­in:

1. Aðgang­ur ferðamanna til lands­ins verði óheft­ur. Þórólf­ur mæl­ir alls ekki með þess­um kosti á þess­ari stundu, sér­stak­lega í ljósi þess að far­ald­ur­inn er í mikl­um vexti víða í heim­in­um.

2. Beitt verði ýtr­ustu höml­um á kom­ur ein­stak­linga hingað til lands. Þórólf­ur seg­ir ýms­ar leiðir mögu­leg­ar til að stöðva kom­ur ein­stak­linga hingað til lands og ekki á færi sótt­varna­lækn­is að nefna hverj­ar þær eru. Ólík­legt er hins veg­ar að það tak­ist að loka land­inu al­gjör­lega fyr­ir öll­um kom­um til langs tíma. Sótt­varna­lækn­ir tel­ur slík­ar aðgerðir ekki munu koma að fullu í veg fyr­ir dreif­ingu veirunn­ar hingað og muni ekki koma í veg fyr­ir dreif­ingu henn­ar inn­an­lands.

3. Öllum ein­stak­ling­um sem koma hingað til lands verði gert að fara í 14 daga sótt­kví án skimun­ar. Þórólf­ur bend­ir á að slík ráðstöf­un myndi lík­lega fækka veru­lega fjölda ferðamanna hingað til lands. Erfitt væri að hafa eft­ir­lit með hvort fólki haldi sótt­kví og þess­ar aðgerðir myndu minnka lík­ur á dreif­ingu veirunn­ar hingað til lands en ekki koma í veg fyr­ir slíkt.

4. Skimun allra á landa­mær­um við kom­una hingað til lands. Þórólf­ur tel­ur að þessi ráðstöfn­um myndi að lík­ind­um ekki hafa mik­il áhrif á ferðamanna­straum­inn en minnka lík­ur á að veir­an komi hingað. Af­kasta­geta skimun­ar­inn­ar myndi tak­marka þann fjölda sem hingað kæmi. Þessi aðgerð mun því minnka lík­ur á að smit ber­ist hingað til lands en ekki koma í veg fyr­ir slíkt.

5. Skimun allra á landa­mær­um, sótt­kví í 4-6 daga og í fram­haldi af því sýna­taka 2. Sótt­varna­lækn­ir seg­ir að þetta fyr­ir­komu­lag sé viðhaft í dag fyr­ir þá sem ætli að dvelja hér á landi leng­ur en í tíu daga og eru að koma frá áhættu­svæðum. Tveir ein­stak­ling­ar hafa greinst í sýna­töku 2 sem ekki greind­ust í fyrstu sýna­töku og er þessi aðgerð því senni­lega næm­asta aðferðin við að koma í veg fyr­ir að veir­an kom­ist hingað til lands. Hún krefst hins veg­ar mik­ill­ar rann­sókn­ar­getu, skipu­lags og mannafla og er auk þess kostnaðar­söm. Erfitt gæti reynst að hafa eft­ir­lit með hvort ein­stak­ling­ar haldi sótt­kví og mik­inn mannafla þyrfti til þess og þá vænt­an­lega víða um land. Lík­lega myndi þessi aðgerð einnig draga veru­lega úr ferðavilja fólks til Íslands. Þessi aðgerð er að lík­ind­um mjög áhrifa­rík í því skyni að lág­marka áhætt­una á því að veir­an ber­ist hingað til lands. Fjöldi ferðamanna hingað til lands myndi tak­mark­ast við skimun­ar­getu.

6. Skimun allra á landa­mær­um sem koma frá áhættu­svæðum en ein­stak­ling­um frá lágáhættu­svæðum yrði sleppt. Þórólf­ur seg­ir að þessi aðferð hafi verið notuð hér á landi og hafi komið í veg fyr­ir að smit hafi borist til lands­ins. Hins veg­ar hafa komið hér upp hópsmit af völd­um tveggja und­ir­teg­unda veirunn­ar þrátt fyr­ir skimun­ina og ekki ljóst hvernig veir­an komst inn í landið. Þessi aðferð minnk­ar því lík­ur á að veir­an kom­ist hingað inn en kem­ur ekki fylli­lega í veg fyr­ir að það geti gerst. Þessi aðferð er vel fram­kvæm­an­leg í dag m.t.t. af­kast­getu skimun­ar­inn­ar og minnk­ar lík­ur á að veir­an kom­ist hingað til lands en kem­ur ekki í veg fyr­ir slíkt. Hins veg­ar tak­mark­ast fjöldi ferðamanna við af­kasta­getu skimun­ar­inn­ar.

7. Skimun allra ein­stak­linga á landa­mær­um, sótt­kví í 5-7 daga fyr­ir ein­stak­linga frá áhættu­svæðum og síðan sýna­taka 2 hjá ein­stak­ling­um í sótt­kví. Þórólf­ur seg­ir þetta af­leidda aðferð frá því sem lýst er í fimmta lið. Lík­ur á að smit kom­ist inn í landið eru hér meiri en lýst er í lið 5 en þessi kost­ur er hins veg­ar auðveld­ari og ódýr­ari í fram­kvæmd. Einnig myndi þessi aðferð að lík­ind­um ekki hafa eins mik­il áhrif á ferðamanna­straum­inn eins og lýst er í lið 5. Þessi kost­ur er því álit­leg­ur en fjöldi ferðamanna tak­mark­ast við skimun­ar­getu. 

8. Sótt­kví allra í 7 daga sem lýk­ur með sýna­töku. Sótt­varna­lækn­ir seg­ir að þessi aðferð myndi senni­lega greina nán­ast alla sem í raun eru smitaðir en þeir gætu hafa smitað aðra á þeim tíma sem þeir eru í sótt­kvínni. Auk þessu eru lík­ur á að draga myndi veru­lega úr fjölda ferðamanna. Erfitt gæti reynst að hafa eft­ir­lit með hvort ein­stak­ling­ar haldi sótt­kví og mik­inn mannafla þyrfti til þess og þá vænt­an­lega víða um land. Þessi kost­ur er ekki eins álit­leg­ur og ýms­ir aðrir kost­ir og fjöldi ferðamanna tak­mark­ast við skimun­ar­getu.

9. Skimun ein­stak­linga frá lágáhættu­svæðum en 14 daga sótt­kví hjá ein­stak­ling­um frá áhættu­svæðum. Þessi aðferð er sögð vel fram­kvæm­an­leg en muni vænt­an­lega fækka veru­lega farþegum frá háá­hættu­svæðum. Þessi aðgerð dreg­ur úr lík­um á að veir­an ber­ist hingað til lands en er ekki eins áhrifa­rík og sum­ar aðrar aðgerðir sem nefnd­ar hafa verið. Farþegum frá áhættu­svæðum myndi lík­lega fækka en erfitt yrði að flokka farþega eft­ir svæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka