Rétt fyrir eitt í nótt voru björgunarsveitir í Garðabæ og Hafnarfirði kallaðar út vegna karlmanns sem var villtur á Helgafelli ofan við Hafnarfjörð.
„Mikil þoka var á fjallinu og maðurinn ekki viss um rétta leið niður. Gerði hann því það eina rétta, bað um aðstoð. Björgunarmenn voru fljótir á staðinn og að finna manninn. Voru allir komnir niður á bílastæði um tvöleytið í nótt og héldu þaðan til síns heima,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.