Ekki sé þörf á að framlengja hlutabætur

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á fundi almannavarna.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á fundi almannavarna. Ljósmynd/Lögreglan

Hlutabótaúrræði stjórnvalda rennur að óbreyttu skeið sitt á enda um mánaðamótin. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ekki telja þörf á að framlengja gildistíma úrræðisins.

Frá þessu er greint á vef RÚV og bent á að fólki sem þiggur hlutabætur hafi fækkað mjög frá vorinu.

Þörfin horfin eða að hverfa

Í maí hafi 17.600 manns verið á hlutabótum, 7.600 í júní og loks 3.600 í júlí, en ekki eru til tölur fyrir mánuðinn sem nú líður. Unnur segist búast við að þær tölur verði þó enn lægri.

Hún segir að svo virðist sem þörfin fyrir hlutabætur sé horfin eða þá að hverfa. Það geti annars vegar skýrst af því að ferðaþjónustunni hafi gengið betur í sumar en áður var óttast og hins vegar að úthlutunarskilyrðum bótanna hafi verið breytt og þær því ekki jafnfýsilegar og áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert