Hafa ekki borgað leigu í þrjá mánuði

Skemmtistaðurinn B5
Skemmtistaðurinn B5 mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég stend nú frammi fyrir þeirri fáránlegu spurningu hvort ég eigi að halda áfram að ausa fjármunum inn í eitthvert svarthol til að geta greitt fasteignafélaginu Eik leigu upp á von og óvon um það hvort ástandið lagist. Svarið er nei.“

Þetta segir Þórður Ágústsson, eigandi skemmtistaðarins b5 í Bankastræti. Staðnum hefur verið lokað og öllu starfsfólki sagt upp. Ekki hefur verið hægt að greiða leigu síðustu þrjá mánuði enda innkoman engin.

Þórður telur að yfirvöld þurfi að koma til móts við fyrirtæki þegar aðgerðir þeirra verða þess valdandi að þau geta ekki starfað. „Það hljóta einhverjar viðvörunarbjöllur að hringja þegar langvinsælasti skemmtistaður landsins er kominn í þessa stöðu,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert