Hertar aðgerðir – öll skimuð tvisvar

Blaðamannafundur vegna skimana á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum.
Blaðamannafundur vegna skimana á landamærunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öll þau sem koma til Íslands fara í skimun á landa­mær­un­um frá og með miðviku­deg­in­um 19. ág­úst. Síðan fer fólk í sótt­kví og aðra sýna­töku að fjór­um til sex dög­um liðnum.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Safna­hús­inu þar sem næstu skref í skimun á landa­mær­un­um vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins voru kynnt.

Um er að ræða fimmtu til­lögu Þórólfs af níu vegna aðgerða á landa­mær­un­um sem hann kynnti í minn­is­blaði fyrr í vik­unni.

Um um­tals­verða breyt­ingu er að ræða, frá miðjum júlí hafa farþegar frá Græn­landi, Fær­eyj­um, Dan­mörku, Nor­egi, Finn­landi og Þýskalandi sloppið við skimun.

Þau sem komið hafa frá öðrum lönd­um en „þeim ör­uggu“ og ætluðu að dvelja hér í tíu daga eða leng­ur fóru í heim­komu­smit­gát og aðra sýna­töku eft­ir fjög­urra til sex daga dvöl.

Áhrifa­rík­asta leiðin að mati sótt­varna­lækn­is

Þessi ákvörðun er tek­in í ljósi þess hvernig veir­an hef­ur þró­ast á heimsvísu og hér inn­an­lands. Tíðni smita vegna Covid-19 fer vax­andi í ná­granna­lönd­um og um all­an heim. Þá er enn verið að kljást við hóp­sýk­ingu sem upp hef­ur komið hér á landi án þess að vitað sé hvernig það af­brigði veirunn­ar barst inn í landið. Loks ligg­ur fyr­ir að sótt­varna­lækn­ir tel­ur þessa leið áhrifa­rík­asta frá sótt­varna­sjón­ar­miði,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Helsta breyt­ing­in sem leiðir af þess­ari ákvörðun er sú að all­ir farþegar, fyr­ir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til lands­ins. Und­an­farið hafa farþegar frá til­tekn­um ríkj­um verið und­an­skild­ir. Í þeim ríkj­um er far­ald­ur­inn að taka sig upp að nýju og erfitt hef­ur reynst að hafa eft­ir­lit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkom­andi landi.

Heim­komu­smit­gát lögð niður

Þá ber öll­um að fara í aðra sýna­töku til þess að tryggja bet­ur að smit grein­ist hjá þeim sem eru ný­lega smitaðir. Hingað til hef­ur sú krafa ein­ung­is átt við Íslend­inga og þá sem hér eru bú­sett­ir eða koma til lengri tíma dval­ar.

Fyrstu 4-5 dag­ana þurfa viðkom­andi að vera í sótt­kví sem er ör­ugg­ara og skýr­ara fyr­ir­komu­lag en svo­kölluð heim­komu­smit­gát sem mun þá heyra sög­unni til. 

Gjald verður tekið fyr­ir sýna­töku á landa­mær­um eins og fram­kvæmd­in hef­ur verið hingað til en sýna­taka núm­er tvö verður áfram að kostnaðarlausu. 

Þá verða regl­ur um for­skrán­ingu farþega hert­ar til þess að tryggja að nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir áður en komið er til lands­ins.

Áfram byggt á trausti

Við höfuð hingað til byggt all­ar okk­ar aðgerðir á trausti, sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir spurð að því hvernig eft­ir­liti með ferðamönn­um verði háttað til að tryggja að þeir haldi sig í sótt­kví. Hún sagði það hafa skilað sér og nefndi sem dæmi að hlut­fall þeirra sem hafa skilað sér í sýna­töku tvö hingað til væri „ótrú­lega hátt“.

Áfram verður fylgst grannt með þróun mála í öðrum ríkj­um og regl­ur end­ur­metn­ar með hliðsjón af henni. Hér eft­ir sem hingað til met­ur sótt­varna­lækn­ir með reglu­bundn­um hætti hvort lönd séu lágáhættu­svæði og fari þá yfir í fyr­ir­komu­lag ein­faldr­ar skimun­ar á landa­mær­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert