Hundruðum viðburða frestað

Tónleikar. Hundruðum viðburða hefur verið aflýst það sem af er …
Tónleikar. Hundruðum viðburða hefur verið aflýst það sem af er þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt um fjórðungur einstaklinga í Félagi tæknifólks í rafiðnaði (FTR) missti vinnuna að fullu eða hluta í vor. Var heimsfaraldri kórónuveiru þar um að kenna. Þetta segir Jakob Tryggvason, formaður FÍT.

„Ég veit ekki alveg hvernig hlutfallið var milli hlutabóta og fullra atvinnuleysisbóta, en 24% aðila í okkar félagi fengu einhvers konar bætur frá Vinnumálastofnun,“ segir Jakob og bætir við að umræddur hópur hafi enga burði til að standa ástandið af sér.

Ekki sér fyrir endann ástandinu, en hundruðum viðburða í Hörpu hefur verið frestað frá því í vor, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert