Vonbrigði en skiljanleg ákvörðun

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á blaðamannafundi …
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á blaðamannafundi dagsins. mbl.is/Eggert

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, segir að ákvörðun um að öll þau sem komi hingað til lands frá og með 19. ágúst fari í skimun á landamærunum, sóttkví og aðra skimun nokkrum dögum síðar, sé vonbrigði.

Þetta kom fram í máli Þórdísar á blaðamannafundi vegna hertra aðgerða á landamærunum.

Þórdís sagði vissulega um að ræða inngrip í ferðafrelsi okkar og þeirra farþega sem hingað vilja koma. Þetta muni hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ferðavilja fólks.

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hins vegar sé um skiljanlega ákvörðun að ræða í ljósi þess að kórónuveirufaraldurinn sé í sókn í flestum löndum í kringum okkur.

Ráðherra sagði ríkisstjórnina sammála um að fara þessa leið og að létt yrði á takmörkunum þegar aðstæður leyfðu slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert