Leiguverð lækkar milli mánaða

Áhrif kórónuveirufaraldursins á íbúðaútleigu til ferðamanna, sem og uppbygging almennra …
Áhrif kórónuveirufaraldursins á íbúðaútleigu til ferðamanna, sem og uppbygging almennra leiguíbúða, er talin skýra lækkunina. mbl.is/Arnþór Birkisson

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% í júní frá mánuðinum á undan. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Áður hafði leiguverð lækkað um 0,9% á höfuðborgarsvæðinu í maí. Árshækkun leiguverðs mælist nú 1,1% eða undir verðbólgu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sömu sögu er þó ekki að segja af leiguverði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en þar undir falla bæir á borð við Akranes, Keflavík, Hveragerði og Selfoss. Á því svæði hækkar leiguverð annan mánuð í röð og mældist árshækkun 2,9% í júní. Þá hækkar leiguverð um 4% á milli mánaða annars staðar á landsbyggðinni og er 12 mánaða hækkun þar 6,5%. Sá varnagli er þó sleginn að fáir leigusamningar geta verið að baki útreikninga þar og geta sveiflur því verið talsverðar milli mánaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert