Strætisvagnabiðstöð á hringtorgi við Hádegismóa hefur ekki verið í notkun frá því í nóvember, þegar á daginn kom að samkvæmt umferðarlögum megi biðstöðvar ekki vera í hringtorgum.
Sú umræða hófst vegna strætóbiðstöðvar á Hagatorgi í Vesturbæ en átti jafn vel við í Hádegismóum. Biðstöðin var því færð inn á götu, Hólmsheiði, en ekki skýlið með. Það stendur á sama stað, á meðan biðstöðin er komin um hundrað metra frá, auðkennd með staur.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag, að það sé á listanum að færa skýlið frá staðsetningu gömlu biðstöðvarinnar til hinnar nýju, en að þetta sé ekki framarlega í forgangsröðinni á aðgerðalistanum.