Slys varð í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í kvöld þegar bátur og sjóþota (e. jet ski) lentu í árekstri. Var stjórnandi sjóþotunnar fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.
Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is, en meiðsl mannsins eru þó ekki talin lífshættuleg.
Báturinn flutti manninn í land þar sem slökkvilið tók á móti þeim, færði manninn í land og þaðan á slysadeild.