Búrfellslundur endurhannaður

Vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun reisti við Búrfell.
Vindmyllurnar tvær sem Landsvirkjun reisti við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Búrfellslundur, þar sem Landsvirkjun áformar að reisa vindmyllur, hefur verið endurhannaður í samræmi við ábendingar sem bárust í umhverfismati.

Fram kemur á vef Landsvirkjunar að lundinum hafi verið valinn nýr staður, hann verði mun minni en ráðgert var í fyrstu, eða um 18 km² í stað 33 km² og vindmyllur verða um 30, í stað 67 áður. Þá verði lundurinn ekki sýnilegur frá Stöng eða Gjánni og með því að reisa vindmyllurnar norðan við Sprengisandsleið og Landveg skerðist ekki útsýni að Heklu.

Þá segir á vef fyrirtækisins, að nýr Búrfellslundur sjáist ekki frá bílastæðinu við Háafoss eins og áður var og sé lítt sjáanlegur frá gatnamótum Landvegar og Landmannaleiðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í tillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar var Búrfellslundur settur í biðflokk. Meginrökin voru það mat faghóps 2 að vindmyllurnar myndu hafa mikil áhrif á ferðasvæði. Taldi faghópurinn þennan kost hafa meiri áhrif á ferðamennsku og útivist en nokkur annar virkjanakostur sem skoðaður var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert