Eykur strax líkur á fjöldagjaldþrotum í haust

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/RAX

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafi ekki haft vitneskju um að til stæði að herða aðgerðir á landamærum, eins og kynnt var á föstudaginn.

Þegar það var gert „fékk atvinnugreinin áfall eins og hún lagði sig,“ segir Bjarnheiður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Okkar skoðun er að þetta jafngildi lokun á landinu, að skrúfa fyrir komur erlendra ferðamanna hingað. Venjulegir ferðamenn geta ekki unað við að sitja í sóttkví í 4-6 daga, þegar þeir dvelja flestir að meðaltali í sjö til átta nætur. Þessar fréttir setja í raun og veru það í uppnám sem var hægt og rólega byrjað að byggjast upp aftur hér á landi,“ segir Bjarnheiður.

Mikill hluti atvinnugreinarinnar er að vinna á uppsagnarfresti að sögn Bjarnheiðar og vonir voru bundnar við að hægt væri að ráða hluta þessa starfsfólks aftur nú þar sem horfur voru að skána.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert