„Mikilvægt að vera á tánum“

Mynd tekin í leiðangri sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarna í gær.
Mynd tekin í leiðangri sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarna í gær. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir mikilvægt að vera á tánum gagnvart vísbendingum um að hlaup sé hafið undan Grímsvötnum. 

Sérfræðingar Veðurstofunnar, ásamt sérfræðingum almannavarna, fóru í leiðangur í Grímsvötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag. 

Um helgina var útlit fyrir að hlaup væri líklega að hefjast í Grímsvötnum, en við nánari athugun kom í kjós að snjór í kringum staur sem tengdur er GPS-mæli á fjallinu var farinn að bráðna, en við það hallaði staurinn og benti það til þess að hlaup væri að hefjast undan Grímsvötnum. 

„Það voru óvenju mikil hlýindi á jöklinum á fimmtudag og föstudag þannig mögulegt var að mælitækin hefðu færst úr stað vegna bráðnunar. Það kom svo í ljós þegar sérfræðingar Veðurstofunnar lentu á jöklinum að staurinn var tekinn að halla verulega vegna bráðnunar. Það varð til þess að hann gaf frá sér falskt merki um að hlaup væri hafið,“ segir í færslu Veðurstofunnar um leiðangurinn, en markmiðið með honum var að kanna ástand mælitækjanna á jöklinum. 

Benedikt, sem var einn af leiðangursmönnum Veðurstofunnar, segir í færslunni að mikilvægt sé „að halda þvi til haga að við eigum von á hlaupi úr Grímsvötnum og því er mikilvægt að vera á tánum gagnvart vísbendingum um að hlaup sé hafið,“ en Benedikt segir jafnframt að við vöktun á náttúru Íslands sé það viðbúið að mælitæki geta gefið „fölsk merki“.

Sérfræðingar Veðurstofunnar, ásamt sérfræðingum frá Almannavörnum fóru í leiðangur í Grímsvötn með þyrlu...

Posted by Veðurstofa Íslands on Mánudagur, 17. ágúst 2020
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert