Töfrar við Hrafntinnusker

Veðuröflin geta verið óblíð við Hrafntinnusker en fjallið stendur í rúmlega ellefuhundrað metra hæð og þar er ósjaldan vindasamt. Það var þó ekki raunin þegar ég var þar í byrjun júlí í mikilli blíðu og góðu skyggni yfir Friðlandið að Fjallabaki. 

Með því að taka á flug er hægt að sjá fjölbreytilega liti líparít-fjallanna allt í kring og ægifagra náttúruna frá nýjum sjónarhornum en mikill jarðhiti er á svæðinu og fjölmargir hverir sem brjóta sér leið í gegnum ísinn. Sannkallaðir töfrar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert