Umræðan færist inn í þingið

Neyðarástandi er lokið vegna veirunnar hér á landi. Forsætisráðherra var …
Neyðarástandi er lokið vegna veirunnar hér á landi. Forsætisráðherra var frummælandi á fundi á föstudaginn, þar sem þríeykið var á hliðarlínunni mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér fram á að fram fari pólitísk umræða á Alþingi um þær bráðabirgðaráðstafanir sem heilbrigðisráðherra hefur kveðið á um undanfarið vegna kórónuveirunnar. Hún segir þó ljóst að ríkar lagaheimildir séu fyrir aðgerðunum hingað til.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi ákvarðanir ríkisstjórnarinnar á laugardaginn og sagði að það kæmi á óvart að eftir hálfs árs faraldur hafi sóttvarnaaðgerðir ekki enn komið á borð löggjafans.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar í grein í Morgunblaðinu í dag að ráðherra hafi lagaheimild til þess að grípa til slíkra aðgerða á þessu sviði en að í ákveðnum tilvikum geti verið álitamál um hvort nægilega skýra heimild sé að ræða. Hugsanlegt sé að opin og almennt orðuð lagaheimild dugi ekki þegar um er að ræða „tilteknar íþyngjandi ákvarðanir“. Þá kunni að reyna á aðkomu löggjafans, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert