19 ferðir á áætlun á morgun

Í Leifsstöð.
Í Leifsstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höldum í raun bara áfram í sama gír og við höfum verið. Maður verður bara að sjá hvernig þetta þróast,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia.

Vísar hann í máli sínu til hertra aðgerða á landamærunum. Frá og með morgundeginum, 19. ágúst, verður farþegum sem hingað koma til lands gert að undirgangast tvær sýnatökur. Á milli sýnataka þurfa umræddir farþegar að sæta fjögurra til sex daga sóttkví.

Að sögn Guðna hefur framangreind reglubreyting ekki haft áhrif enn sem komið er. Ekki sé þó hægt að útiloka að hægja taki á straumi ferðafólks þegar fyrirkomulagið tekur gildi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Alls er gert ráð fyrir því að 20 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli í dag. Einungis einni ferð hefur verið aflýst. Þá eru 19 flugferðir á áætlun á morgun, en nú þegar hefur þremur verið aflýst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert