Fá heitt vatn fyrir miðnætti

mbl.is/Kristinn Magnússon

Verið er að hleypa heitu vatni aftur á þau hverfi höfuðborgarsvæðisins sem hafa verið heitavatnslaus frá því í nótt. Framkvæmdir hafa gengið vonum framar og þeim lauk um átta klukkustundum á undan áætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Ráðgert var að byrja að hleypa heitu vatni á hverfin klukkan 2.00 í nótt, og að allir væru komnir með heitt vatn klukkan 9.00 í fyrramálið. Fram kemur að nú líti út fyrir að öll hverfi verði komin með heitt vatn um miðnætti.

Gera megi ráð fyrir að nokkrar klukkustundir taki að ná upp fyllum þrýstingi í kerfinu, en það eigi að gerast á mismunandi tímum eftir hverfum, seinast í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert