HSN tekur við rekstri Öldunarheimila Akureyrar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramótin.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramótin. mbl.is/Þorgeir

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) tekur tímabundið við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar frá og með næstu áramótum. 

Akureyrarbær hefur rekið Öldrunarheimili Akureyrar sem hluta af velferðarþjónustu sveitarfélagsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, en bæjarráð samþykkti í vor að óska ekki eftir framlengingu á rekstrarsamningi sem rennur út 31. desember.

Breytt rekstrarfyrirkomulag hefur í för með sér að frá og með 1. janúar færast á þriðja hundrað starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar frá Akureyrarbæ til HSN, en réttindi og kjör þeirra haldast óbreytt samkvæmt kjarasamningum. 

Öldrunarheimili Akureyrar reka heimili fyrir um 180 íbúa á tveimur stöðum á Akureyri, í Hlíð og Lögmannshlíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert