Kirkjan á hótel og notar Zoom

Svipmynd frá fundum þingsins í Vídalínskirkju í Garðabæ sem fram …
Svipmynd frá fundum þingsins í Vídalínskirkju í Garðabæ sem fram fóru árið 2017. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framhaldskirkjuþing 2019 kemur saman fimmtudaginn 10. september nk. á Grand Hótel Reykjavík og gengur frá málum sem náðist ekki að afgreiða fyrir þingfrestun. Þegar fundarhöldum framhaldsþingsins lýkur verður kirkjuþing 2020 sett en það er hið 60. í röðinni.

Tvö nýmæli eru á kirkjuþingi að þessu sinni. Nú er það fyrst haldið á hóteli og auk þess verður þeim fulltrúum sem það vilja gefinn kostur á að taka þátt í störfum þingsins gegnum fjarfundarbúnað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Slík þátttaka er fullgild að öllu leyti sem væri fulltrúinn staddur á þinginu. Notast verður við svokallaðan Zoom-fjarfundarbúnað. Þetta er nýjung og kemur til vegna hinna sérstöku aðstæðna í þjóðfélaginu í skugga kórónuveirunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert