Skref tekið í átt að hagræðingu

Forystumenn viðbragðsaðila að loknum upplýsingafundi í maí sl. Stefnt er …
Forystumenn viðbragðsaðila að loknum upplýsingafundi í maí sl. Stefnt er að því að finna sameiginlegt húsnæði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins.

Fyrsta áfanga af átta lauk sl. föstudag í því verkefni að koma allri þjónustu löggæslu og neyðarþjónustu undir eitt þak. Lokað var fyrir markaðskönnun þar sem auglýst var eftir 30.000 fermetra lóð, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar undir sameiginlega starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að stofnunin hafi undanfarin ár starfað með fjár- og dómsmálaráðuneytum að verkefninu. Í upphafi hafi verið skoðað að sameina húsakosti Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Neyðarlínunnar, tollstjóra og ríkislögreglustjóra, en á síðari stigum hafi bæði Slysavarnafélagið Landsbjörg og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæst við. Hún segir undirrótina ekki síst vera þann mikla ávinning sem hafi komið í ljós við starfsemi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð, en fjölmargir aðrir þættir komi til álita.

Dreifð og óhagkvæm starfsemi

Guðrún segir að núverandi starfsemi fari fram á fjölmörgum stöðum vítt og breitt um borgina í samtals 36.300 fermetrum húsnæðis. Til standi að endurnýja 24.300 af þeim en restin verði áfram í rekstri. Hún bendir á að margt húsnæðið henti miður vel og ástandið skapi mikið óhagræði, ekki eingöngu við rekstrarkostnað bygginganna, heldur einnig vegna þeirra tækifæra sem glatast við samþættingu á starfsemi sem í eðli sínu er náskyld og þarfnast náinnar samvinnu. Markmiðið sé því að leysa húsnæðis- og aðstöðumál á hagkvæman hátt til lengri tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert