Stór netráðstefna og 70 málstofur

Undirbúningsnefndinni var falið að standa fyrir netráðstefnu.
Undirbúningsnefndinni var falið að standa fyrir netráðstefnu. mbl.is/Ómar

Eftir tæplega þriggja ára undirbúning er komið að stórri ráðstefnu sem staðið hefur til að halda í Reykjavík á vegum hagfræðideildar og félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, með nokkur hundruð þátttakendum.

Vegna dreifingar kórónuveirunnar var fallið frá því að halda ráðstefnuna í húsum Háskóla Íslands þar sem erfitt yrði að standa að alþjóðlegu ráðstefnuhaldi með hefðbundnum hætti og þess í stað verður um netráðstefnu að ræða.

„Dagskrá ráðstefnunnar verður með sama hætti og hefði hún verið í húsum HÍ í Reykjavík. Þema ráðstefnunnar er opinber fjármál, náttúruauðlindir og loftslagsbreytingar. Ráðstefnugestir eiga þess kost að fylgjast með fjórum lykilfyrirlestrum og yfir 70 málstofum,“ segir í fréttatilkynningu um ráðstefnuna.

Um er að ræða sjötugustu og sjöttu ráðstefnu International Institute for Public Finance (IIPF), sem eru alþjóðleg samtök hagfræðinga, um opinber fjármál sem fer fram í lok þessarar viku, dagana 19.-21. ágúst. Nú liggur fyrir að gestir á netráðstefnunni telja í ár um 350 hagfræðinga og vísindamenn víðs vegar að úr heiminum. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert