Framkvæmdir standa nú yfir við tvöföldun Suðurlandsvegar. Um er að ræða 1.000 metra vegarkafla frá núverandi vegi rétt sunnan Vesturlandsvegar og suður yfir Bæjarháls.
Verkið hófst í vor og er það verktakafyrirtækið Óskatak sem annast verkið. Það felur m.a. í sér að fullgera akbrautir og uppsetningu á nýjum veglýsingum og vegriðum til að aðskilja akstursstefnur.
Undirgöng eru lengd og breikkuð og stóðu starfsmenn í ströngu við steypuvinnu í blíðviðrinu í gær.