Vegaframkvæmdir eru í fullum gangi á höfuðborgarsvæðinu: Unnið að steypuvinnu við undirgöng á Suðurlandsvegi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir standa nú yfir við tvöföldun Suðurlandsvegar. Um er að ræða 1.000 metra vegarkafla frá núverandi vegi rétt sunnan Vesturlandsvegar og suður yfir Bæjarháls.

Verkið hófst í vor og er það verktakafyrirtækið Óskatak sem annast verkið. Það felur m.a. í sér að fullgera akbrautir og uppsetningu á nýjum veglýsingum og vegriðum til að aðskilja akstursstefnur.

Undirgöng eru lengd og breikkuð og stóðu starfsmenn í ströngu við steypuvinnu í blíðviðrinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka