Búið að opna Grindavíkurveg

Frá aðgerðum á vettvangi á Grindavíkurvegi.
Frá aðgerðum á vettvangi á Grindavíkurvegi. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kviknaði í flutningabifreið á Grindavíkurvegi á tíunda tímanum í morgun. Ekki er vitað hvað varð til þess að eldurinn kviknaði en búið er að slökkva eldinn og lögregla rannsakar nú upptökin.

Samkvæmt upplýsingum hjá lögregluvarðstjóra á Suðurnesjum var um að ræða vöruflutningabíl sem var fullur af fiski. 

Áfram má búast við töfum en unnið er að því að fjarlægja bílinn af vettvangi.

Uppfært kl. 11:53: 

Búið er að opna Grindavíkurveg til norðurs, þ.e. frá Grindavík að Reykjanesbraut.

Grindavíkurvegur verður áfram lokaður til suðurs, þ.e. til Grindavíkur. Bent er á hjáleiðir um Hafnaveg og Krýsuvíkurveg.

Búið er að slökkva eldinn í bifreiðinni og er unnið að því að flytja hana af vettvangi.
Um vatnsverndarsvæði er að ræða og tekur við vinna við að tryggja að jarðvegurinn sé ekki mengaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert