Engin slys urðu á fólki þegar eldur kviknaði í flutningabifreið á Grindavíkurvegi á tíunda tímanum í morgun. Ekki er vitað hvað varð til þess að eldurinn kviknaði en búið er að slökkva eldinn og lögregla rannsakar nú upptökin.
Samkvæmt upplýsingum hjá lögregluvarðstjóra á Suðurnesjum var um að ræða vöruflutningabíl sem var fullur af fiski.
Áfram má búast við töfum en unnið er að því að fjarlægja bílinn af vettvangi.
Uppfært kl. 11:53:
Búið er að opna Grindavíkurveg til norðurs, þ.e. frá Grindavík að Reykjanesbraut.
Grindavíkurvegur verður áfram lokaður til suðurs, þ.e. til Grindavíkur. Bent er á hjáleiðir um Hafnaveg og Krýsuvíkurveg.
Búið er að slökkva eldinn í bifreiðinni og er unnið að því að flytja hana af vettvangi.
Um vatnsverndarsvæði er að ræða og tekur við vinna við að tryggja að jarðvegurinn sé ekki mengaður.