Endurbæta sjóvarnargarð

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri Skagafjarðarhafna hér á Skarðseyri þar sem …
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri Skagafjarðarhafna hér á Skarðseyri þar sem framkvæmdir hófust í vikunni. Búsifjar urðu á þessum slóðum í aftakaveðri í desember á síðasta ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Framkvæmdir hófust nú í vikubyrjun við hækkun og endurbætur á sjóvarnargarði á Skarðseyri, sem er nyrst á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki.

Garðurinn er hækkaður í fimm metra og fyllt í skörð, en mannvirkið laskaðist verulega í aftakaveðri á norðanverðu landinu í desember á síðasta ári. Þá gekk sjór og flæddi inn á eyrina sunnan við garðinn þar sem er starfsemi Fisk Seafood og fleiri fyrirtækja.

Tvívegis eftir áramót flæddi svo aftur yfir á þessum slóðum, en þá hafði verið leitað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um fjárframlög til úrbóta. Því kalli var svarað jákvætt, enda mikil umræða og góður skilningur á því eftir hamfarir vetrarins að víða þyrfti að endurbæta innviði úti um land, segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði.

Sjóvarnargarðurinn sem nú er unnið við er alls 450 metrar. Þá er sandfangari á þessum slóðum, grjótgarður sem þarna liggur út í sjóinn lengdur um helming, eða úr 30 metrum í 60 metra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka