Erlendur ferðamaður var í dag stöðvaður af lögreglu á Mýrdalssandi. Mældist hann á 134 km hraða og greiddi á staðnum sekt upp á 90 þúsundkrónur.
Þetta kemur fram í facebookfærslu lögreglunnar á Suðurlandi.
Um tuttugu mínútum síðar var ökumaðurinn stöðvaður aftur og var mældur á 117 km hraða, þá á Suðurlandsvegi í Eldhrauni. Gekkst hann við brotinu og greiddi 60 þúsund krónur, að því er fullyrt er í færslu lögreglunnar.
Erlendi ferðamaðurinn er því 150 þúsund krónum fátækari eftir akstur um vegi Suðurlands í dag.