HSN tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar

Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri.
Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Ljósmynd/Akureyrarbær

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Heilbrigðisstofnun Norðurlands að taka yfir rekstur Öldrunarheimila Akureyrar tímabundið. Breytingin tekur gildi um áramót. Um 180 íbúar búa á tveimur dvalarheimilum ÖA, Hlíð og Lögmannshlíð.

Á vef stjórnarráðsins segir að Akureyrarbær hafi rekið ÖA sem hluta af velferðarþjónustu sveitarfélagsins samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins. Fyrr á þessu ári samþykkti bæjarráð Akureyrarbæjar að ekki yrði óskað eftir framlengingu rekstrarsamnings sem rennur út um áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert