Hvammsvirkjun í undirbúningi

Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri virkjun í Þjórsá.
Tölvugerð mynd af fyrirhugaðri virkjun í Þjórsá.

Nú stendur yfir lokaundirbúningur Hvammsvirkjunar í Þjórsá, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær framkvæmdir hefjast.

Verði ákveðið að hefjast handa um útboð og framkvæmdir munu líða um þrjú og hálft ár þar til hægt verður að gangsetja virkjunina. Gert er ráð fyrir að Hvammsvirkjun verði 93 MW og geti framleitt um 729 GWst árlega, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Málefni virkjunarinnar voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnjúpverjahrepps í vikunni sem leið. Samþykkt var með meirihluta atkvæða að veita heimild til skipulagsgerðar að nýju með þeim breytingum sem orðið hafa á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá því síðasta tillaga var kynnt fyrir nokkrum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert