Öll tilboðin undir kostnaðaráætlun

Tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna nýja Landspítalans verða opnuð á föstudaginn …
Tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna nýja Landspítalans verða opnuð á föstudaginn 28. ágúst. Ljósmynd/Aðsend

Tilboð í þann þátt Hringbrautarverkefnisins sem fellur undir verkeftirlit og rekstur, í tengslum við uppsteypu á meðferðarkjarna hins nýja Landspítala, voru opnuð hjá Ríkiskaupum í morgun. Öll tilboðin voru undir kostnaðaráætlun.

Fjórir bjóðendur skiluðu inn tilboðum en þeim fylgdu tæknileg gögn sem krefjast hæfis- og hæfnismats til þess að viðkomandi tilboð sé gilt.

Kostnaðaráætlun verksins er 508.196.640 krónur án virðisaukaskatts. Tilboðin sem bárust eru eftirfarandi:

Efla hf.          347.310.000 kr. (68%)
Hnit hf.          394.944.000 kr. (78%)
Mannvit hf.          395.760.000 kr. (78%)
Verkís hf.          434.520.000 kr. (86%)

Tilboð í uppsteypu meðferðarkjarnans verða opnuð föstudaginn 28. ágúst næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert