„Við undirbjuggum þetta bara svo vel“

Veitur tilkynntu það á dögunum að loka ætti fyrir heitt …
Veitur tilkynntu það á dögunum að loka ætti fyrir heitt vatn á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins svo tengja mætti tugþúsund heimili, fyrirtæki og stofnanir inn á Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun í stað borhola í Reykjavík og Mosfellsbæ. mbl.is/Heiddi

Upplýsingafulltrúi Veitna segir í samtali við mbl.is að heitavatnslokun á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið vonum framar. Áætlað var að vatni yrði dælt á heimili um 50.000 manns um klukkan níu í morgun en raunin varð að flestir fengu heitt vatn um miðnætti í gærkvöldi. Þetta sé góðum undirbúningi og öflugu starfsfólki að þakka.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að vel hafi gengið að koma heitu vatni á aftur í kjölfar um sólarhringslangrar lokunar vegna þess hve vel framkvæmdin var undirbúin. „Við undirbjuggum þessa framkvæmd bara vel og starfsfólk okkar vann gríðarlega vel saman við að klára verkefnið. Svo vel að þetta kláraðist bara á undan áætlun. Veðrið skemmdi síðan ekki fyrir,“ segir Ólöf glaðbeitt.

Veitur tilkynntu það á dögunum að loka ætti fyrir heitt vatn á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins svo tengja mætti tugþúsundir heimila, fyrirtækja og stofnana inn á Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun í stað borholna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Lokað var aðfaranótt þriðjudags og opnað aftur laust fyrir miðnætti eins og áður sagði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert