Beint: Samráðsfundur um aðgerðir vegna COVID

Af sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Af sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Heilbrigðisráðherra, í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið, efnir til samráðsfundar í formi vinnustofu í dag um áframhaldandi aðgerðir vegna COVID-19 til lengri tíma litið. Fundinum er streymt beint hér að neðan en hann hefst klukkan 9:00 og lýkur honum klukkan 13:00. Efnt er til samráðsins í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis.

Fundurinn markar upphaf samráðsins, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands, en afraksturinn verður birtur í samráðsgátt stjórnvalda.

„Markmiðið er að stilla saman strengi og móta áherslur og leiðarljós sem geti nýst í áframhaldandi vinnu við mótun aðgerða vegna Covid-19 á næstu misserum. Við vitum ekki hve lengi kórónuveiran verður áhrifavaldur í samfélaginu og verðum að búa okkur undir að lifa með henni til lengri tíma. Því er víðtækt samráð sem þetta mikilvægt.“

Nánari upplýsingar um efni og markmið fundarins má lesa um í blaðagrein Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra Samtal um leiðarljós sem birt var á þriðjudag.

Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur stýrir fundinum en dagskrá fundarins má finna hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert