Mjög dýrkeypt mistök

Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna mistakanna hlaupi á …
Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna mistakanna hlaupi á ríflega hundrað milljónum króna. Fellur kostnaðurinn á Reykjavíkurborg mbl.is/Arnþór Birkisson

Malbika þarf nýtt undirlag fyrir hlaupabraut við nýjan frjálsíþróttavöll ÍR í Mjódd. Rangt efni var notað við fyrstu malbikun og því þarf að hefja framkvæmdir að nýju.

Að sögn Ingigerðar H. Guðmundsdóttur, formanns ÍR, er nú unnið að því að fræsa gamla undirlagið. „Það er verið að fræsa þetta upp til að hægt sé að malbika aftur. Næsta sumar á síðan að leggja tartan á brautina,“ segir Ingigerður og bætir við að leggja verði sérstakt malbik undir tartan. Að öðrum kosti er hætta á því að hlaupabrautin skemmist á skömmum tíma. „Það var búið að malbika en það var ekki í lagi. Ég kann ekki alveg á verkfræðina en malbikið verður að hafa ákveðna eiginleika þegar það er undir svona efni,“ segir Ingigerður.

Heimildir Morgunblaðsins herma að kostnaður vegna mistakanna hlaupi á ríflega hundrað milljónum króna. Aðspurð segist Ingigerður ekki geta staðfest það, en bendir á að allur kostnaður falli á Reykjavíkurborg. „Borgin á þessi mannvirki og ég þekki ekki kostnaðarhlutann á þessu. Ég þori því ekki að nefna neinar tölur. Eina sem ég hef verið að reyna að gera er að koma aðstöðunni í stand. Þetta er rosalega flottur völlur og við bíðum spennt eftir því að fá brautina,“ segir Ingigerður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. .

Mistök í verklýsingu

Að því er heimildir Morgunblaðsins herma má rekja framangreind mistök til verklýsingar framkvæmdarinnar. Segja heimildarmenn blaðsins að óskað hafi verið eftir röngu efni í lýsingunni. Verktakinn Jarðval sf., sem hefur séð um framkvæmdina, kvaðst ekki vilja tjá sig um málið. Vísaði hann jafnframt á borgina og sagði málið vera í farvegi.

Morgunblaðið sendi fyrirspurn til Reykjavíkurborgar við vinnslu fréttarinnar. Engin svör bárust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka