Svíar sjá um bóluefnissölu til Íslands

Lena Hallengren, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar.
Lena Hallengren, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar. Skjáskot/SVT

Sænsk stjórn­völd munu hafa milli­göngu um sölu á bólu­efni til Íslands gegn­um sam­starfs­verk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kom fram í máli Lenu Hal­lengren, heil­brigðisráðherra Svíþjóðar, á blaðamanna­fundi sænsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag.

Á fund­in­um til­kynnti Hal­lengren að Sví­ar tækju þátt í sam­starfs­verk­efn­inu sem snýr að kaup­um á 300 millj­ón­um skammta af bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni frá sænsk-breska fyr­ir­tæk­inu Astra Zeneca, að því gefnu að bólu­efnið stand­ist próf­an­ir. .

„Í þessu bólu­efn­is­sam­starfi koma styrk­leik­ar Evr­ópu­sam­starfs­ins glöggt í ljós,“ sagði Hal­len­berg. „Nú ligg­ur fyrsti samn­ing­ur fyr­ir og hef­ur rík­is­stjórn­in ákveðið að taka þátt í verk­efn­inu,“ sagði ráðherr­ann og bætti við að bólu­efnið væri nú í próf­un.

Of snemmt að segja til um af­hend­ing­ar­tíma

Auk Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna munu Ísland, Nor­eg­ur og Sviss fá hluta skammt­anna og munu Sví­ar hafa milli­göngu um söl­una til Íslands og Nor­egs. Skömmt­un­um verður dreift á milli ríkj­anna, sem í búa tæp­ar 500 millj­ón­ir manna, en á fund­in­um kom fram að Sví­ar, sem eru um 10 millj­ón­ir, geti vænst þess að fá um 6 millj­ón­ir skammta. Það jafn­gild­ir um 210.000 skömmt­um fyr­ir Ísland.

Niður­stöður klín­ískra rann­sókna munu, að sögn Hal­lengren, leiða í ljós hvort fólk þarf einn eða tvo skammta af bólu­efn­inu „Það er of snemmt að segja til um hvenær er hægt að af­henda bólu­efnið en sér­hvert land mun fá skammt­ana sína sam­tím­is.“ Þá kom fram að einnig hefði verið samið um mögu­leik­ann á að kaupa 100 millj­ón­ir skammta til viðbót­ar.

Auk þessa verk­efn­is taka ís­lensk stjórn­völd einnig þátt í verk­efni á veg­um Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, sem ber nafnið CO­VAX.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka