Veiruhallinn ekki glatað fé

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármálaráðherra telur að aukin ríkisútgjöld í baráttunni við kórónuveiruna geti skilað 200 milljarða króna vexti á næstunni, en nú þegar hafi aðgerðirnar skilað 80 milljörðum króna út í efnahagslífið.

Halli ríkissjóðs vegna viðbragða við veirunni, sem sennilega verði hátt í 300 milljarðar króna á þessu ári, sé því engan veginn glatað fé. Þetta kemur fram í grein sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar á miðopnu Morgunblaðsins í dag.

Þar segir m.a. að aukin ríkisútgjöld séu í raun eina leiðin fram á við til þess að verjast afleiðingum kórónuveirunnar á samfélagið og endurreisa efnahagslífið. Fátítt er að formenn Sjálfstæðisflokksins tali fyrir stórauknum ríkisútgjöldum, en í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni það enga stefnubreytingu.

„Nei, þetta var ekki erfitt val fyrir mig sem formann Sjálfstæðisflokksins. Miklu frekar að ég fyndi til ánægju með að okkur hafi tekist að byggja upp þá stöðu á liðnum árum að geta tekist á við svona áföll,“ segir Bjarni og minnir á að það hafi ekki verið óumdeild stefna að greiða niður skuldir jafnört og gert var, sumir hafi einmitt viljað verja auknum tekjum til alls kyns nýrra ríkisútgjalda en þá hefði ekkert borð verið fyrir báru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert