British Airways afbókar lendingarheimildir í Keflavík

Flugfélagið British Airways hefur afbókað lendingarheimildir í Keflavik fyrir næsta …
Flugfélagið British Airways hefur afbókað lendingarheimildir í Keflavik fyrir næsta mánuð. AFP

Áhrifa nýrra sóttvarnarreglna er þegar farið að gæta og flugfélög byrjuð að afboða komu sína til landsins. Að sögn Sigþórs Kristins Skúlasonar, forstjóra Airport Associates, hefur British Airways þegar afbókað lendingarheimildir í Keflavík fyrir næsta mánuð og óvissa um frekari áform.

Fyrirtæki Sigþórs annast afgreiðslu fyrir mörg af þeim flugfélögum sem hafa haldið uppi áætlun til landsins í sumar. Ásamt British Airways eru það EasyJet, Wizzair, Norwegian, Transavia, Vueling og Air Baltic.

Í Morgunblaðinu í gær lýsti Sigþór því að trúlega myndi flug erlendra flugfélaga dragast mikið saman eða falla alveg niður í kjölfar nýrra reglna.

Samkvæmt frétt Turista.is, hefur tékkneska flugfélagið Czech Airlines tekið úr sölu allar ferðir hingað til lands, en félagið hefur að undanförnu flogið reglulega til Íslands frá Prag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert