Einn í skoðun á sjúkrahúsi – íbúðin sögð gjörónýt

Íbúðin er mjög illa farin.
Íbúðin er mjög illa farin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að eldur kom upp í íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi í Árskógum í Breiðholti fyrr í kvöld. Hann er ekki talinn vera slasaður.

Í tilkynningu sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst vegna eldsvoðans kom fram að eldurinn hefði kviknað út frá gasgrilli en það hefur ekki verið staðfest, segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is.

Húsið var rýmt og slökkviliðsmenn reykræsta nú þar sem þörf …
Húsið var rýmt og slökkviliðsmenn reykræsta nú þar sem þörf er á því. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta þar sem þörf er á því. Þá er verið að skoða klæðninguna á fjórðu hæð til að ganga úr skugga um að slökkt hafi verið í öllum glæðum. Íbúðin er sögð gjörónýt.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út vegna eldsvoðans og var viðbúnaðurinn mikill. Lögregla girti svæðið af og lokaði fyrir umferð um Skógarsel sem liggur að Árskógum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert