Lítil flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli eftir að hafa verið í flugtaki upp úr klukkan fjögur í dag.
Flugmaðurinn var einn í vélinni og slasaðist hann ekki, að sögn Arnórs Magnússonar, umdæmisstjóra Isavia á Ísafjarðarflugvelli.
Arnór kveðst ekki vita nánar hvað gerðist og segir að rannsóknarnefnd flugslysa sé ókomin á staðinn.
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var ekki kallað út vegna óhappsins, að sögn Hermanns G. Hermannssonar varaslökkviliðsstjóra.
Myndskeiðið sem fylgir fréttinni tók Egill Ari Gunnarsson.