Flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli

Lítil flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli eftir að hafa verið í flugtaki upp úr klukkan fjögur í dag.

Flugmaðurinn var einn í vélinni og slasaðist hann ekki, að sögn Arnórs Magnússonar, umdæmisstjóra Isavia á Ísafjarðarflugvelli.

Arnór kveðst ekki vita nánar hvað gerðist og segir að rannsóknarnefnd flugslysa sé ókomin á staðinn.

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var ekki kallað út vegna óhappsins, að sögn Hermanns G. Hermannssonar varaslökkviliðsstjóra.

Myndskeiðið sem fylgir fréttinni tók Egill Ari Gunnarsson. 

Flugvélin sem um ræðir.
Flugvélin sem um ræðir. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert