Viðgerð vegna heitavatnsleka í Hafnarfirði stendur nú yfir og vegna hennar þurfti að loka fyrir heita vatnið í hluta bæjarins. Viðgerð mun standa fram eftir kvöldi samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Veitum.
Íbúum á svæðinu sem er heitavatnslaust á er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.
Veitur munu setja frekari upplýsingar um framgang mála svo fljótt sem þær berast inn á heimasíðu Veitna.