Meta hvort jökulhlaup skapa hættu

Horft til norðausturs yfir hlíðar Hafrafells, til vinstri, og Langjökul. …
Horft til norðausturs yfir hlíðar Hafrafells, til vinstri, og Langjökul. Á miðri mynd sést hvar hlaupvatnið braust undan jöklinum og í Svartá. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Skyndilegt flóð í Hvítá aðfaranótt þriðjudags er talið mega rekja til þess að haft við lón við norðvestanverðan Langjökul hafi brostið.

Aðstæður við lónið verða kannaðar nánar til að sjá hvort um varanlega breytingu á farvegum þar er að ræða og meta hversu mikil hætta getur stafað af hlaupum þarna í framtíðinni.

Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, segir að breytingar séu að verða á lónum og vatnsföllum við aðra jökla landsins. „Þessi þróun er að verða víðar, reyndar um allan heim, að lón myndast eða hverfa og jökulhlaup verða á óvæntum stöðum samfara hörfun jökla. Slíkar breytingar geta valdið ákveðnum vandamálum því ýmiss konar mannvirki og starfsemi miðast við farvegi vatnsfalla eins og þeir hafa verið. Þegar breytingar verða gætu menn þurft að endurskoða vegi, brýr og ýmsa starfsemi við jöklana og vatnsföll frá þeim,“ segir Tómas í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert