Mikið bókað áður en loka þurfti vegna veiru

Ljósmynd/Hótel Rangá

„Mjög mikið“ var bókað næstu daga á Hótel Rangá að sögn hótelstjóra hótelsins en í dag kom í ljós að ríflega helmingur þeirra tíu smita sem greindust í gær tengist smiti sem kom upp á Hótel Rangá í gær. Hótelið er nú lokað vegna smitanna og er því um að ræða tekjufall ofan í það tekjufall sem hefur orðið vegna fækkunar ferðamanna. 

Einungis einn starfsmaður Hótel Rangár er smitaður af kórónuveirunni, að sögn Friðriks Pálssonar hótelstjóra hótelsins, þrátt fyrir að fleiri smit tengist því smiti sem þar kom upp í gær. 

„Ég tók þá ákvörðun í gærkvöldi að loka tímabundið þegar í ljós kom að stór hluti af starfsmönnunum þurfti að fara í sóttkví og líka til að huga að velferð væntanlegra viðskiptavina sem ég átti von á á næstu dögum,“ segir Friðrik. 

Allir starfsmenn hótelsins fóru í skimun í morgun en þeir eru um 30 talsins. Þá eru flestir starfsmannanna í sóttkví. 

Rík­is­stjórn­in fékk að vita í morg­un að stærst­ur hluti henn­ar teld­ist til ytri hrings hugs­an­legs smit­hóps í tengsl­um við Hót­el Rangá, þar sem rík­is­stjórn­in snæddi há­deg­is­verð síðastliðinn þriðju­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert