Möstrin reist og línur strengdar

Mastur í 3. Kröflulínu fyrir miðju og hin minni úr …
Mastur í 3. Kröflulínu fyrir miðju og hin minni úr 2. línu. Auka á raforkuöryggi á NA-landi með þessu. mbl.is/Einar Falur

Framkvæmdir á vegum Landsnets við uppsetningu Kröfulínu 3 sem nú standa yfir eru á góðu skriði. Línan liggur milli Kröfluvirkjunar í Mývatnssveit og tengivirkis aflstöðvarinnar í Fljótsdal og verður hún alls 122 km.

Þarna er að farið um öræfi og reginfjöll; að mestu samsíða Kröflulínu 2 en tilgangurinn með framkvæmdinni nú er að styrkja flutningskerfi raforku á Norður- og Austurlandi eins og mikil þörf var talin á.

Vinnu við undirstöður og slóðagerð er að mestu lokið. Menn frá verktakafyrirtækinu Elnos í Bosníu hafa svo með höndum að setja saman og reisa möstur, að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets. Búið er að setja saman 212 möstur af 328 og af þeim er búið að reisa 138. Nú er verið að setja upp möstur og strengja víra við Möðrudal á Fjöllum en hafist verður handa við uppsetningu á öðrum leggjum línunnar strax eftir helgina.

„Framgangur verkefnisins er góður og ef allt gengur eftir stefnum við á að taka línuna í rekstur í lok ársins,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir í umfjöllun um þessa framkvæmd í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert