Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, lýsir því yfir í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, að hann telji að stjórnvöld hafi ekki haft hagsmuni Suðurnesjabúa nægilega í huga við ákvarðanatöku um aðgerðir á landamærum.
Fækkun ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll þýði að aftur sé útlit fyrir hópuppsagnir í Leifsstöð.
Hann segir að margir þeirra sem sagt hafi verið upp í upphafi kórónuveirufaraldursins sjái nú fram á að vera sagt upp að nýju.
Nú eru áhrif nýrra reglna, sem skylda alla farþega sem koma til landsins í 2 skimanir og 5 daga sóttkví, farnar að koma...
Posted by Kjartan Már Kjartansson on Föstudagur, 21. ágúst 2020