Sól og blíða þegar afla Stefnis var landað í heimahöfn á Ísafirði

Landað úr Stefni ÍS 28 á Ísafirði
Landað úr Stefni ÍS 28 á Ísafirði mbl.is/Árni Sæberg

Sólin brosti við hafnarstarfsmönnum á Ísafirði þegar þeir lönduðu afla skuttogarans Stefnis ÍS-28.

Þess var þó gætt að aflinn væri vel kældur, enda körin barmafull af klaka og fiski. Togarinn er 44 ára, en lokið var við smíði hans árið 1976 í Flekkefjord í Noregi fyrir Útgerðarfélag Flateyrar á Flateyri. Bar hann þá nafnið Gyllir.

Hraðfrystihúsið - Gunnvör gerir nú Stefni út frá Ísafirði og hefur áhöfn skipsins að undanförnu dregið karfa úr sjó, en þorskur, ufsi og aðrar tegundir slæðst þar með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert