Byrðin lendir á mæðrum

Nóg er að gera þar sem mömmur og börn koma …
Nóg er að gera þar sem mömmur og börn koma saman. mbl.is/Styrmir Kári

„Á venjulegum degi þarf enga skýra verkstjórn á heimilinu en á þessu tímabili var allt í óreiðu. Þá þurftu konur gjarnan að taka að sér verkstjórnina,“ segir Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri.

Samkvæmt rannsókn hennar og Andreu Hjálmarsdóttur, lektors í félagsvísindum, dró veirufaraldurinn fram kynjaða verkaskiptingu innan heimilisins, að því er dagbókarskrif 39 mæðra leiddu í ljós, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það sem okkur fannst áhugavert í þessu var að við búum á Íslandi þar sem á að vera jafnrétti, en kannski erum við ekki komin jafnlangt og við viljum halda,“ segir hún. Staðan sé sú sama víða í Evrópu, þar sem hlutverk kvenna á heimilinu í faraldri hefur verið rannsakað.

Mæðurnar í rannsókninni lýstu því hvernig þær báru hitann og þungann af verkstjórn og ábyrgð á heimilisstörfum, sem og umönnun og líðan barnanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert