Hjólreiðamaðurinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hjólar nú þvert yfir Ísland, frá austri til vesturs, án utanaðkomandi aðstoðar. Hann hefur þegar deilt ótrúlegum landslagsmyndum úr ævintýrinu með 3,6 milljóna fylgjendahóp á Instagram.
Á mynd sem Chris deildi í gær sést hópurinn etja kappi við sandlendi á „snigilhraða“ en þess að auki snjó, jökulár, og hraunsvæði.
View this post on InstagramA post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard) on Aug 21, 2020 at 1:27pm PDT
Á miðvikudag lögðu Chris og félagar hans af stað í hina 900 kílómetra löngu hjólaferð, frá vestasta hluta Íslands til austasta hluta landsins.
Í Instagram-færslu Chris fullyrðir hann að enginn hafi áður ferðast þessa leið á hjóli.
„Það besta í þessu öllu saman er að undirbúningsferlið hefur kennt mér margt og ég er þakklátur fyrir það,“ skrifar hann og lætur fylgja með ljósmynd af því þegar hann hafði pakkað öllum búnaðinum niður fyrir svaðilförina.
View this post on InstagramA post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard) on Aug 18, 2020 at 6:28am PDT